Orkuvakt MainManager
Hækkanir á heitu vatni
Núna um áramótin voru gerðar breytingar
á virðisaukaskattþrepi fyrir heitt vatn þar sem þrepið var hækkað
úr 7% upp í 11%. Það á hinsvegar ekki við um verð á köldu vatni þar
sem það er undanþegið virðisaukaskatti. Fyrir snjóbræðslur með sér
rennslismælir mun virðisaukaþrepið lækka niður í 24% sem hefur
verið 25,5% síðustu ár. Hækkunin á virðisaukaskattþrepi og
gjaldskrám koma til með að haf áhrif á kostnað einstaklinga og sér
í lægi fyrirtæki sem nota töluverða orku til upphitunar og
framleiðslu.
Dæmi um verðhækkun fyrir
fyrirtæki
Ef við tökum sem dæmi fyrirtæki á
höfuðborgarsvæðinu sem notar að meðaltali 15.000 m3 á ári af heitu
vatni til upphitunar og eigin nota, þá er hækkunin um 4,5% á ári
eða hækkun um 94.000 kr. á ári. Orkuframleiðandinn sem hækkar mest
af þeim þremur sem voru fyrir valinu er Hitaveita Suðurnesja sem
hækkar um 7,1% miðað við árið áður.

Ef Hitaveita Seltjarnarness er borin
saman við Orkuveitu Reykjavíkur þá er kostnaður fyrir notkunin á
samskonar fyrirtæki um 1.297.782 kr. á ári og mismunurinn því
760.601 kr. á ári í heitu vatni.
Reynsla orkuráðgjafa MainManager er sú
að umframnotkun heimila og fyrirtækja sé 20 til 60% af heitu vatni
á ári, það er því enn meiri möguleiki hjá flestum fyrirtækjum
landsins að snúa vörn í sókn og lækka hitunarkostnað sinn, þó
verðskráin hækki, með einföldum og oft ódýrum aðgerðum.
MainManager á Nýsköpunartorgi í HR
Næst komandi helgi dagana 23-24. maí verður haldið
nýsköpunartorg í Háskólanum í Reykjavík. Við hjá MainManager verðum
með kynningu á orkustjórnun í fyrirtækjum með MainManager og
sérfræðiráðgjöf til orkustjórnunar. Um er að ræða fagráðstefnu um
starfsumhverfi, uppbyggingarferli, nýsköpunarfyrirtækja og sýningu
þar sem fyrirtæki og stofnanir kynna árangur í nýsköpun.
Nýsköpunartorgið er haldið í tengslum við 20 ára afmæli Samtaka
iðnaðarins og 10 ára afmæli Tækniþróunarsjóðs, þá verður við í
Orkudeild MainManager með bás og kynningu á orkustjórnun í litlum
og meðalstórum fyrirtækjum.
Ráðstefnan hefst á föstudag kl. 8.45 - 17.00 og á laugardag frá
kl. 11.00 - 17.00. Við hvetjum alla til að koma á básinn hjá okkur
og kynna sér hvernig hægt er að nota MainManager til orkustjórnunar
í fyrirtækjum og hjá sveitafélögum.
Kynningin okkar verður á föstudag í sal M105 kl. 10.10

Lægri kostnaður með lágmarks fyrirhöfn
Greining á orkunotkun
Orkuvaktin býður fyrirtækjum greiningu á hagræðingarmöguleikum í
raforkukaupum og heitavatnsnotkun. Í flestum tilfellum er
hagræðing möguleg og skilar arði strax á fyrsta ári.
Lækkun raforkukostnaðar um 5 - 15 %
Á landinu eru 6 raforkusalar og sem samtals hafa á þriðja tug
taxta. Einnig eru dreifiveitur með ýmsa taxta til að velja
úr. Orkuvaktin býr yfir helstu sérfræðingum landsins á þessu
sviði og öflugum greiningarhugbúnaði til greiningar á gögnum frá
veitufyrirtækjum. Lækka má raforkukostnað um allt að
15% með
- Vali á töxtum sem best hentar fyrirtækinu
- Samningum um bestu mögulegu afsláttarkjör á orku
Fagleg úttekt getur skilað verulegum sparnaði
Með faglegri úttekt eru þær aðgerðir til orkusparnaðar og
lækkunar á orkukostnaði greindar sem skila fyrirtækinu arði.
Það er gert með
- Greiningu á orkunotkun (e. energy audit).
- Samanburði notkunar við viðmiðunarkúrfur (heitt vatn).
- Greiningu og lágmörkun á orkusóun.
- Arðsemismati aðgerða til orkusparnaðar.
- Stillingum kerfa.
- Samhæfingu notkunar og taxta (rafmagn).
- Öðrum arðsömum aðgerðum sem við eiga hverju sinni.
Orkuvaktin leggur metnað sinn í að skila viðskiptavinum sínum
ávallt ávinningi og þess vegna ræðst umfang greiningar af
mögulegri hagræðingu.
Virkt eftirlit og aðhald tryggir að árangurinn haldist
Mikilvægt er að fylgja góðum árangri eftir með eftirliti og
aðhaldi svo sá árangur sem náðst hefur haldist til frambúðar.
Ennfremur gefur aukin þekking á samhengi notkunar og kostnaðar
tækifæri til enn frekari hagræðingar. Orkuvaktin býður upp á
fyrsta flokkst þjónustu á þessu sviði sem sniðin er að öllum
stærðarflokkum fyrirtækja. Markmiðið er sem fyrr lágmörkun
kostnaðar og því er eftirlitsþörf endurmetin árlega.
Þjónusta fyrir fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög
Þar sem orka er ódýr á Íslandi miðað við það sem víðast
gerist er kostnaður við þjónustu sem þessa ekki líklegur til
að skila hagræðingu fyrir fyrirtæki sem nota litla
orku. Fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög sem nota
orku fyrir yfir 2 - 3 milljónir á ári geta hinsvegar haft
hag af þjónustu sem þessari.