Viðskiptavinir Orkuvaktarinnar

Viðskiptavinir Orkuvaktar ICEconsult eru fyrirtæki og stofnanir af ýmsu tagi sem reka fasteignir og kaupa orku fyrir frá nokkrum milljónum og upp í vel á þriðja hundrað milljónir á ári. Meðal viðskiptavina okkar eru:

  • Bankar
  • Olíufélög
  • Iðnfyrirtæki
  • Stofnanir
  • Verslunarkeðjur
  • Þjónustufyrirtæki
  • Fasteignafélög
  • Sveitarfélög
  • Skólar

Með markvissu eftirliti með orkunotkun sýnum við fram á hagræðingu fyrir okkar viðskiptavini og skilum þannig bæði fjárhagslegum ávinningi sem og umhverfislegum ár frá ári.

Margir viðskiptavina okkar reka umfangsmikil hita- og loftræstikerfi.  Með gæðakerfi okkar, Hitamenningu, tryggjum við að þessi mikla fjárfesting virki eins og til er ætlast og tryggjum ennfremur markvisst viðhald fjárfestingarinnar.  Þetta er gert í gegn um þjónustusamninga við verktaka sem vinna eftir þessu gæðakerfi.  Haldið er utan um þessa þjónustu í MainManager og þannig tryggt að allar skoðanir séu framkvæmdar með réttum hætti og að athugasemdum sé fylgt eftir.

Reynslan sýnir að hagræðingarmöguleikar eru víða.

Í innkaupum á raforku hafa 86% þeirra sem skoðaðir hafa verið geta hagrætt í innkaupum að meðaltali um 5,5%.  Þetta er einfaldasta aðgerðin í hagræðingarmálum, enda felst hún eingöngu í breytingum á töxtum og hugsanlega skiptum á orkusala.

Algengt er að notkun á heitu vatni sé á bilinu 20 - 60% umfram þörf.  Í verstu tilfellunum höfum við séð um og yfir þrefalda notkun umfram þörf.  Þessi sóun er kostnaðarsöm og oftast er um einfaldar bilanir að ræða.  Við spörum háar upphæðir fyrir okkar viðskiptavini með því að tryggja það að notkun fylgi ávalt viðmiði.

Raforkunotkun er mjög háð starfsemi á hverjum stað.  Einnig eru aðstæður misjafnar á milli landa hvað varðar viðmið um það hvað telst vera eðlilegt og hvaða aðgerðir borga sig.  Orkuvaktin hefur aðlagað þessi fræði, greiningu orkunotkunar (e. energy audit), að íslenskum markaði og tryggir þannig viðskiptavinum sínum hámarks ávinning af þessari vinnu.

ICEconsult Mörkinni 6 108 Reykjavík orkuvaktin(hjá)orkuvaktin.is Sími: 412 8600