Næst komandi helgi þann 23-24. maí verður haldið nýsköpunartorg í Háskólanum í Reykjavík þar sem við hjá MainManager verðum með kynningu á orkustjórnun í fyrirtækjum með MainManager. Um er að ræða fagráðstefnu um starfsumhverfi og uppbyggingarferli nýsköpunarfyrirtækja og sýningu þar sem fyrirtæki og stofnanir kynna árangur í nýsköpun. Nýsköpunartorgið er haldið í tengslum við 20 ára afmæli Samtaka iðnaðarins og 10 ára afmæli Tækniþróunarsjóðs verðum með kynningu á orkustjórnun í litlum og meðalstórum fyrirtækjum.

 

Ráðstefnan hefst á föstudag kl. 8.45 - 17.00 og á laugardeginum frá kl. 11.00 - 17.00 og við hvetjum alla til að koma á básinn hjá okkur og kynna sér hvað við höfum uppá að bjóða. Nýsköpunartorg

 • Gríðarleg hækkun ótryggðrar orku

  Eins og Orkuvaktin benti á í júlí var öllum samningum um ótryggða raforku sagt upp frá og með áramótum af hálfu orkusala vegna fyrirhugaðra breytinga á skilmálum Landsvirkjunar.  Þá strax komu fram vísbendingar um að talsverðar hækkanir væru í pípunum.

 • Breskir neytendur hlunnfarnir af orkufyrirtækjum

  Samkvæmt frétt á Guardian ásakar breska orkustofnunin, ofgem (Office of the Gas and Electricity Markets) 6 stærstu orkufyrirtæki Bretlands um að margfalda hagnað sinn af viðskiptavinum sínum eftir röð hækkana.

 • Breytingar á skilmálum ótryggðrar orku

  Nú styttist loks í það að samningar um ótryggða orku verði gerðir aðgengilegir fyrir nýja aðila, en kerfið hefur verið lokað frá árinu 2003.  Þessi lokun hefur verið bagaleg fyrir þau fyrirtæki sem hefðu geta nýtt sér slíka samninga.

 • Verðhækkanir á raforku 1. júlí

  Þann 1. júlí síðastliðinn hækkaði Landsvirkjun verð á raforku í heildsölu um 2,8%. Reikna má með því að allir orkusalar hækki verð sitt í kjölfarið og hafa allir helstu orkusalar nema Fallorka tilkynnt sína hækkun.

 • Góður tími til að skoða raforkuviðskipti

  Algengt er að uppsagnarákvæði í samningum um raforkuviðskipti milli fyrirtækja og raforkusala sé 6 mánuðir og að þeir framlengist sjálfkrafa um heilt ár, eða jafnvel lengur, um áramót sé þeim ekki sagt upp.

ICEconsult Mörkinni 6 108 Reykjavík orkuvaktin(hjá)orkuvaktin.is Sími: 412 8600