Næst komandi helgi þann 23-24. maí verður haldið nýsköpunartorg í Háskólanum í Reykjavík þar sem við hjá MainManager verðum með kynningu á orkustjórnun í fyrirtækjum með MainManager. Um er að ræða fagráðstefnu um starfsumhverfi og uppbyggingarferli nýsköpunarfyrirtækja og sýningu þar sem fyrirtæki og stofnanir kynna árangur í nýsköpun. Nýsköpunartorgið er haldið í tengslum við 20 ára afmæli Samtaka iðnaðarins og 10 ára afmæli Tækniþróunarsjóðs verðum með kynningu á orkustjórnun í litlum og meðalstórum fyrirtækjum.

 

Ráðstefnan hefst á föstudag kl. 8.45 - 17.00 og á laugardeginum frá kl. 11.00 - 17.00 og við hvetjum alla til að koma á básinn hjá okkur og kynna sér hvað við höfum uppá að bjóða. Nýsköpunartorg

 • Nýr staðall um orkustjórnun fyrirtækja

  Í dag, 15. júní verður gefinn út alþjóðlegur staðall um orkustjórnun, ISO 50001.  Markmiðið með honum er að staðla viðmiðanir, auðvelda samanburð og skapa umhverfi sem stuðlar að bættri orkunýtingu með markvissum hætti.

 • Heitt vatn hækkar í verði

  Í gær, 3. maí, hækkaði Orkuveita Reykjavíkur verð á heitu vatni um 8%. Verð á hverjum rúmmetra af heitu vatni til húshitunar hjá OR hækkaði úr 105,44 kr í 113,88 kr.  Þessi hækkun kemur ekki á óvart þar sem hún hefur legið fyrir í þó nokkurn tíma.

 • HS Orka hækkaði raforkuverð 1. janúar

  Þann 1. janúar síðasliðinn hækkaði HS Orka verð á raforku.  Ef litið er til þess taxta sem allir orkusalar birta, almenns orkutaxta þá hækkaði verð á honum úr 4,39 kr/kWst í 4,44 kr/kWst.  Þetta er hækkun upp á 1,1%.

 • Verulegir hagræðingarmöguleikar í heitavatnsnotkun

  Orkusvið ICEconsult hefur sinnt ráðgjöf í hitakerfum fasteigna í yfir 25 ár og er reynslan sú að í stórum hluta fasteigna er veruleg sóun á heitu vatni til upphitunar.  Algengt er að sóunin sé á bilinu 20 - 60%.

 • Raforkudreifing hækkaði um áramót

  Nú um áramótin hækkuðu Rarik, Orkubú Vestfjarða (OV) og HS Veitur gjaldskrá fyrir dreifingu og flutning á raforku.  Þann 1. nóvember síðastliðinn hækkuðu OR og Norðurorka sínar gjaldskrár og sú síðasta, Rafveita Reyðarfjarðar, hefur tilkynnt hækkun frá 1.

ICEconsult Mörkinni 6 108 Reykjavík orkuvaktin(hjá)orkuvaktin.is Sími: 412 8600