Næst komandi helgi þann 23-24. maí verður haldið nýsköpunartorg í Háskólanum í Reykjavík þar sem við hjá MainManager verðum með kynningu á orkustjórnun í fyrirtækjum með MainManager. Um er að ræða fagráðstefnu um starfsumhverfi og uppbyggingarferli nýsköpunarfyrirtækja og sýningu þar sem fyrirtæki og stofnanir kynna árangur í nýsköpun. Nýsköpunartorgið er haldið í tengslum við 20 ára afmæli Samtaka iðnaðarins og 10 ára afmæli Tækniþróunarsjóðs verðum með kynningu á orkustjórnun í litlum og meðalstórum fyrirtækjum.

 

Ráðstefnan hefst á föstudag kl. 8.45 - 17.00 og á laugardeginum frá kl. 11.00 - 17.00 og við hvetjum alla til að koma á básinn hjá okkur og kynna sér hvað við höfum uppá að bjóða. Nýsköpunartorg

 • Fyrirtæki skipta oftar um orkusala

  Í nýju yfirliti Netorku yfir söluaðilaskipti raforku má sjá að á þessu ári hefur nokkur aukning orðið í fjölda fyrirækja sem sjá sér hag í að skipta um orkusala. Þetta má sjá á eftirfarandi mynd sem sýnir mánaðarlegan meðalfjölda fyrirtækja sem skiptir um orkusala eftir árum.

 • Raforkukaup fyrir milljarð skoðuð

  Á því fimm mánaða tímabili sem Orkuvaktin hefur að boðið fyrirtækjum að skoða hagræðingarmöguleika í innkaupum á raforku að kostnaðarlausu hafa kaup fyrir ríflega milljarð á ári verið skoðuð (heildarkostnaður án vsk).

 • OR hækkar raforkudreifingu um 40 prósent

  Þann 1. nóvember hækkaði Orkuveita Reykjavíkur gjaldskrár fyrir raforkudreifingu um 40% eins og boðað hafði verið.  Ef almennur orkutaxti er notaður til samanburðar á kostnaði við raforkudreifingu eftir veitusvæðum er niðurstaðan eftirfarandi: Dreifiveita Fastagjald [kr/ári] Orkugjald[kr/kWst] HS Veitur 9.

 • OR og OV hækka raforkuverð

  Þann 1. október hækkaði Orkuveita Reykjavíkur raforkuverð um 11% eins og boðað hafði verið.  Einnig hækkaði Orkubú Vestfjarða raforkuverð um 5,3%.  Þetta er í annað sinn á árinu sem þessir orkusalar hækka verð.

 • ICEconsult kaupir Orkuvaktina

  Öflugri þjónusta í orkumálum - fleiri hagræðingarmöguleikar ICEconsult hefur fest kaup á öllu hlutafé í Orkuvaktinni ehf.  Starfsemi Orkuvaktarinnar verður rekin með svipuðu sniði áfram og munu viðskiptavinir ekki verða varir við neinar breytingar á þjónustunni fyrst um sinn.

ICEconsult Mörkinni 6 108 Reykjavík orkuvaktin(hjá)orkuvaktin.is Sími: 412 8600