Næst komandi helgi þann 23-24. maí verður haldið nýsköpunartorg í Háskólanum í Reykjavík þar sem við hjá MainManager verðum með kynningu á orkustjórnun í fyrirtækjum með MainManager. Um er að ræða fagráðstefnu um starfsumhverfi og uppbyggingarferli nýsköpunarfyrirtækja og sýningu þar sem fyrirtæki og stofnanir kynna árangur í nýsköpun. Nýsköpunartorgið er haldið í tengslum við 20 ára afmæli Samtaka iðnaðarins og 10 ára afmæli Tækniþróunarsjóðs verðum með kynningu á orkustjórnun í litlum og meðalstórum fyrirtækjum.

 

Ráðstefnan hefst á föstudag kl. 8.45 - 17.00 og á laugardeginum frá kl. 11.00 - 17.00 og við hvetjum alla til að koma á básinn hjá okkur og kynna sér hvað við höfum uppá að bjóða. Nýsköpunartorg

 • Vetrartími á raforkutöxtum

  Nú fer í hönd vetrartími á flestum raforkutöxtum fyrirtækja.  Fyrir afltaxta með tímaháða aflmælingu tekur afltoppur ýmist gildi eða fær aukið vægi auk þess sem orkugjald hækkar.  Á tímaháðum töxtum hefst nú miðverðstími eða vetrartími.

 • OR dregur úr hækkunum

  Haft var eftir Flosa Tryggvasyni stjórnarformanni Orkuveitu Reykjavíkur í frétt á ruv.is að ákveðið hefði verið að hækka gjaldskrár fyrirtækisins ekki eins mikið og nauðsyn hefði þótt til, en mæta því hins vegar með auknum niðurskurði í rekstri.

 • Áhrif hækkana á stöðu OR á raforkumarkaði

  Samkeppni ríkir á markaði með raforku og eitt helsta hlutverk Orkuvaktarinnar er að vakta breytingar sem þessar og tryggja sínum viðskiptavinum raforku á sem hagstæðustu verði.  Nú hefur OR boðað 11 % hækkun á raforkugjaldskrá sinni, svo áhugavert er að skoða hvaða áhrif sú hækkun hefur á fyrirtækjamarkaðinn.

 • Verðhækkanir komnar fram

  Nú hafa allir orkusalar hækkað verð á raforku í kjölfar hækkunar Landsvirkjunar 1. júlí síðastliðinn um 8,3%.  Nú 1. ágúst hækkaði HS Orka verð um 5,3% en í 1. mars hækkaði verð hjá þeim um 2,3%.

 • Verð á raforku hækkar

  Þann 1. júlí hækkaði Landsvirkjun verð á raforku í heildsölu hjá sér um 8,3%.  Í kjölfar þess hafa Orkuveita Reykjavíkur og Orkusalan hækkað verð hjá sér.  Engin ákvörðun liggur fyrir um hækkun hjá Fallorku né Orkubúi Vestfjarða.

ICEconsult Mörkinni 6 108 Reykjavík orkuvaktin(hjá)orkuvaktin.is Sími: 412 8600