Næst komandi helgi þann 23-24. maí verður haldið nýsköpunartorg í Háskólanum í Reykjavík þar sem við hjá MainManager verðum með kynningu á orkustjórnun í fyrirtækjum með MainManager. Um er að ræða fagráðstefnu um starfsumhverfi og uppbyggingarferli nýsköpunarfyrirtækja og sýningu þar sem fyrirtæki og stofnanir kynna árangur í nýsköpun. Nýsköpunartorgið er haldið í tengslum við 20 ára afmæli Samtaka iðnaðarins og 10 ára afmæli Tækniþróunarsjóðs verðum með kynningu á orkustjórnun í litlum og meðalstórum fyrirtækjum.

 

Ráðstefnan hefst á föstudag kl. 8.45 - 17.00 og á laugardeginum frá kl. 11.00 - 17.00 og við hvetjum alla til að koma á básinn hjá okkur og kynna sér hvað við höfum uppá að bjóða. Nýsköpunartorg

 • Vefur Orkuvaktarinnar fer í loftið

  Í dag, 7. júní 2010 er merkisdagur í sögu Orkuvaktarinnar.  Vefur þjónustunnar hefur nú verið gangsettur, og þau verkfæri sem honum fylgja fyrir viðskiptavini.  Orkuvaktin hvetur viðskiptavini sína til að kynna sér þessi verfæri því þau gefa nýja sýn á orkukostnað fyrirtækisins.

 • Sumarverð á öllum gjaldskrám

  Nú er komið sumar í raforkuheimi Íslands og sumarverð í gildi á öllum gjaldskrám. Þess ber þó að geta að sumar aflgjaldskrár miða gjaldfærðan aftopp við allt árið.  Þó svo að orkuverð sé með lægra móti á sumrin hvetur Orkuvaktin til almenns sparnaðar, enda lendir hann beint í vasa fyrirtækisin.

 • Háverðstíma lokið á tímaháðum gjaldskrám OR og HS

  Háverðstíma á tímaháðum taxta Orkuveitu Reykjavíkur, HS Veitum og HS Orku lauk á miðnætti þann 1. mars.  Þá lækkar verð á háverðstíma (8 klst á dag) niður í miðverð en það er um helmingi lægra á dreifingu og er lækkunin enn meiri á orku.

 • Orkuskattur lagður á raforku

  Þann 1. janúar tóku gildi ný lög um sérstakan skatt sem greiða þarf af allri seldri raforku.  Þessi skattur verður 0,12 kr á hverja kílóvattstund.  Algengt meðalorkuverð til fyrirtækja er á bilinu 6 - 8 kr/kWst fyrir utan vsk.

 • Háverðstími framundan á tímaháðum taxta

  Frá 1. nóvember tekur háverðstími gildi hjá þeim sem eru á tímataxta Orkuveitu Reykjavíkur og þrígjaldsmælingu Hitaveitu Suðurnesja.  Háverð gildir alla virka daga milli 9 og 13 og svo á milli 17 og 21.

ICEconsult Mörkinni 6 108 Reykjavík orkuvaktin(hjá)orkuvaktin.is Sími: 412 8600