Næst komandi helgi þann 23-24. maí verður haldið nýsköpunartorg
í Háskólanum í Reykjavík þar sem við hjá MainManager verðum með
kynningu á orkustjórnun í fyrirtækjum með MainManager. Um er að
ræða fagráðstefnu um starfsumhverfi og uppbyggingarferli
nýsköpunarfyrirtækja og sýningu þar sem fyrirtæki og stofnanir
kynna árangur í nýsköpun. Nýsköpunartorgið er haldið í tengslum við
20 ára afmæli Samtaka iðnaðarins og 10 ára afmæli
Tækniþróunarsjóðs verðum með kynningu á orkustjórnun í litlum
og meðalstórum fyrirtækjum.
Ráðstefnan hefst á föstudag kl. 8.45 - 17.00 og á laugardeginum
frá kl. 11.00 - 17.00 og við hvetjum alla til að koma á básinn hjá
okkur og kynna sér hvað við höfum uppá að bjóða. 
RARIK hefur keypt raforkudreifikerfi Orkuveitu Húsavíkur og
tekur Orkusalan við viðskiptavinum veitunnar. Orkusalan hefur
jafnframt samið um kaup á allri orku frá virkjun veitunnar.
Yfirtakan mun taka gildi 1.
Þann 1. ágúst 2009 hækka dreifiveitur gjaldskrár sína.
RARIK hækkar dreifigjaldskrá um 5%. Samkvæmt frétt á
vef RARIK eru ástæður hækkunarinnar raktar til
kostnaðarhækkana og hækkunar á gjaldskrá Landsnets.