Samkeppni ríkir á markaði með raforku og eitt helsta hlutverk Orkuvaktarinnar er að vakta breytingar sem þessar og tryggja sínum viðskiptavinum raforku á sem hagstæðustu verði. Nú hefur OR boðað 11 % hækkun á raforkugjaldskrá sinni, svo áhugavert er að skoða hvaða áhrif sú hækkun hefur á fyrirtækjamarkaðinn.
Nú hafa allir orkusalar hækkað verð á raforku í kjölfar hækkunar Landsvirkjunar 1. júlí síðastliðinn um 8,3%. Nú 1. ágúst hækkaði HS Orka verð um 5,3% en í 1. mars hækkaði verð hjá þeim um 2,3%.