Ótryggð orka

Ótryggð orka er sérstakur taxti fyrir iðnfyrirtæki sem geta verið án orku hluta starfstímans.  Þá er veitu heimilt að rjúfa orkuafhendingu með skömmum fyrirvara og notanda er ekki heimilt að flytja notkun yfir a forgangsorku á meðan.  Þetta getur hentað fiskimjölsverksmiðjum og fyrirtækjum sem nota gufu í sinni framleiðslu.

Skilmálar þessa taxta eru nokkuð mismunandi eftir orkusölum en þeim fylgja venjulega kvaðir um að notandi afhendi orkusala sínum einhvers konar áætlun um orkunotkun.  Ef áætlun stenst ekki innan tiltekinna vikmarka, þarf að greiða álag.  Annarsvegar greiðist álag ofan á umfram orku og hinsvegar er alltaf greitt fyrir tiltekið hlutfall af áætlun, hvort sem orkan er nýtt eða ekki.

Verð á ótryggðri orku er talsvert hagstæðara en á annarri orku og því hvetur Orkuvaktin öll fyrirtæki sem sjá þetta sem kost fyrir sig að skoða málið vel.  Sérfræðingar okkar eru ávalt tilbúnir til ráðgjafar um þessi mál.

ICEconsult Mörkinni 6 108 Reykjavík orkuvaktin(hjá)orkuvaktin.is Sími: 412 8600